
Hnitmiðaður markaðsgrunnur
Markaðsplan næstu 90 daga
Á bjargi byggði hyggin maður hús
Það er auðvelt að sóa tíma og peningum í markaðsstarfi ef það byggir ekki á góðum grunni.
Í auglýsingar sem markhópurinn sér aldrei
efni sem hann tengir ekki við
og við að elta tískustrauma á samfélagsmiðlum
Þótt þú sért frábær í þínu fagi ertu ekki sérfræðingur í markaðsmálum – annars værir þú líklega ekki hér.
Og það er ótrúlega eðlilegt og skiljanlegt að þú vitir ekki alveg hvar er best að byrja.
Frá óvissu yfir í markvissa stefnu í þremur vinnustofum
Markaðsgrunnurinn er hannaður til að svara spurningunum sem við þurfum svör við fyrir markvissara markaðsstarf.
Sama hvað þú gerir næst eða með hverjum þú vinnur seinna mun þessi grunnvinna alltaf nýtast þér.
-
Framkvæmd
Svona gengur þetta fyrir sig
👉 Við bókum við allar dags- og tímasetningar fyrir vinnustofurnar í upphafi tímabils til að tryggja samfellu og slagkraft.
👉 Ekkert vesen með að finna tíma og endalaus samskipti fram og tilbaka.
👉 Reikningurinn er sendur í upphafi tímabils og þú borgar áður en vinnan hefst.
-
Vænt útkoma
Í lok tímabilsins máttu búast við
👉 Skýrari skilaboðum
👉 Betri skilning á markhópnum og hvað skiptir hann máli
👉 Skýrari aðgreiningu sem hjálpar markhópnum að velja þig
·👉Drögum að 90 daga plani með næstu skrefum
👉Góðum grunni til að byggja markaðsstarfið ofan á
-
Rétt fyrir þig?
Markaðsgrunnurinn er rétti pakkinn fyrir þig ef:
👉 Þú hefur verið að gera alls konar án sjáanlegs árangurs
👉 Þú veist þú þarft að gera betur en ekki hvar þú átt að byrja.
👉 Þú skilur að þetta er langhlaup en ekki spretthlaup
👉 Þú ert tilbúin að fjárfesta í a.m.k 6 klukkutímum
Skilaboðin, markhópurinn og markaðsplan næstu 90 daga
259.900 kr + vsk
👉 Yfirborðsgreining á núverandi stöðu (vefsíða, samfélagsmiðlar, markaðsefni).
👉 Þrjár 2-tíma vinnustofur
👉 Undirbúningur og eftirvinna
Ég er töluvert bókuð fram í tímann. Til að tryggja þér pakkann er best að hafa samband sem fyrst.
Tilbúin að kafa dýpra í markaðsmálin?
Sendu á mig línu og finnum út úr því hvort við séum gott fit.

Meira um vinnustofurnar
Hér fyrir neðan er nánari útlistun á hverri vinnustofu, sem hver byggir á þeirri fyrri og hvað þú gerir á milli þeirra
-
Markmið: Leggjum grunninn að markaðsstarfinu
Það sem við munum gera
Kryfjum vörumerkið og fyrir hvað það stendur
Setjum í orð hvaða markhóp/um við viljum þjóna og af hverju
Skoðum áskoranirnar sem markhópurinn stendur frammi fyrir og kveikjur að aðgerðum
Útkoma: Í lok vinnustofunnar ættum við að hafa betri skilning á núverandi og framtíðar markhópum og hvort að þjónustu- og vöruframboðið og núverandi markaðsefni endurspegli þá.
-
Markmið: Skilgreina hvað greinir okkur frá öðrum og hvernig við getum sett það í orð svo að aðrir skilji
Það sem við munum gera
Skoða samkeppnisumhverfið og hvað við gerum betur/öðruvísi en aðrir sem keppa um sömu markhópa
Þróa skilaboð sem tala inn í áskoranir markhópsins með aðgreininguna í huga.
Leggja grunn að tóni vörumerkisins.
Útkoma: Í lok vinnustofunnar ættum við að hafa betri hugmyndir um kjarnaskilaboðin og grunn til að vinna með þau áfram.
-
Markmið: Formfesta markaðsstarf næstu 90 daga
Það sem við munum gera
Hugarflugsæfingar um efnistök byggt á fyrri vinnu
Markmiðasetning og árangursmælikvarðar
Val á miðlum
Forgangsröðun aðgerða
Útkoma: Í lok vinnustofunnar ættum við að hafa drög að áætlun fyrir næstu 90 daga og leiðir til að mæla árangur
-
Árangurinn af vinnunni okkar saman takmarkast af tímanum sem þú leggur í hana.
Fyrir hverja vinnustofu set ég þér fyrir heimavinnu. Markmiðið er ekki fullkomun eða að þú mætir með allt á hreinu – við viljum bara að þú sér nógu vel undirbúin til þess að tíminn okkar saman nýtist sem best.