Þjónustan

Leiðir til að vinna með mér

Ég hef engan áhuga á að vera í áskrift að peningunum þínum.

Ég er svo heppin með það að ég DÝRKA vinnuna mína. Ég elska að finna djúsí lausnir við flóknum áskorunum og aðstoða viðskiptavini mína við að einfalda sér lífið.

Auðvitað vil ég fá sanngjarna umbun fyrir tímann minn og þekkingu en stærsti ávinningurinn fyrir mig felst í vinnunni sjálfri.

Ef verkefnið kveikir ekki áhuga minn segi ég einfaldlega: nei, takk ómögulega.

Af reynslunni veit ég að ég færi fyrirtækjum mest virði með þessum leiðum 👇

  • Strategísk speglun

    Rými til að hugsa upphátt, skerpa á hugmyndum og fá heiðarlega endurgjöf frá utanaðkomandi aðila með breiða reynslu.

    Sveigjanlegur stuðningur þegar að þú þarft á honum að halda - án skuldbindingar.

  • 12- vikna sprettur

    Skýr fókus og vinna á afmörkuðu tímabili. Eitt vel skilgreint verkefni eða fleiri smærri, allt eftir hvað hentar þinni starfsemi.

    Gefur verkefnunum skriðþunga og samfellu án þess að festa þig í loðnum retainer samningi.

  • Einyrkjar og örfyrirtæki

    Smærri fyrirtæki standa líka frammi fyrir stórum áskorunum. Sérsniðnir markaðs- og stefnumótunar pakkar sem henta einyrkjum og örfyrirtækjum.

    Einfalt, aðgengilegt og sniðið að þínum raunveruleika.

Sérðu ekki það sem þig vantar?

Ég vil líka frekar nota tímann minn í vinnu en tilboðsgerð og endalausa fundi. Þess vegna eyddi ég mjög miklum tíma að setja saman þessar leiðir þar sem allt, meira að segja verðið, er uppi á borðunum

En ef þú ert með brilliant hugmynd sem passar ekki inn í þessar leiðir, vil ég að sjálfsögðu heyra í þér.