Mín nálgun á ráðgjöf

Ég brúa bilið milli stefnu og framkvæmdar

Ráðgjafi sem vill ekki nota orðið ráðgjafi

Í gegnum tíðina hef ég prófað alls konar starfstitla til að forðast orðið ráðgjafi. Titlar eins og“markaðsklappstýra”, “þverfaglegur reddari” og “stefnumiðuð leiðsögukona”. 

Úff, segi ég nú bara. 

Ráðgjöf hefur nefnilega neikvæða tengingu í huga margra. Og því miður stundum af góðri ástæðu: 

  • Tilgangslausir gulir miðar. 

  • Loðnir retainer-samningar. 

  • PowerPoint glærur sem fara þráðbeint ofan í skúffu.
    Og sjást aldrei aftur

En þetta þarf ekki að vera svona.

Stefnumótun og framkvæmd. Ekki annað hvort. 

Ég hef alltaf verið í ráðgjafahlutverkinu. 

Vinir, fjölskylda, fyrrverandi vinnufélagar og meira að segja ókunnugir hringja í mig með ótrúlegustu vandamál. Sama hvort þau eru á mínu sérsviði eða ekki.

Ekki af því að ég er með öll svörin. Heldur af því að það er mér eðlislægt að leysa vandamál

  • Ég spyr spurninga.

  • Brýt áskoranirnar niður til að finna kjarnann.

  • Og finn svo leiðir til að mæta þeim.

Stundum get ég klárað málið sjálf. Stundum þarf ég að hringja í vin.

Við finnum leið til að koma málinu í réttan farveg.

Ég hef líka reynslu af því að framkvæma. 

Ég stofnaði og rak fyrirtæki í tæpan áratug þar sem ég bar alla hattana. Ég hef unnið í stórum fyrirtækjum og smáum. Ég er með BSc gráðu í viðskiptafræði og Executive MBA gráðu.

  • Ég skil tungumálið.

  • Ég hef heyrt um og kynnt mér aðferðirnar.

  • Og hef reynslu af því að nota margar þeirra sjálf

Ég er ekki hönnuður eða forritari en ég bjó til þessa vefsíðu. Og hér ert þú. Að lesa þennan texta. 

Málið leyst!

Skapandi lausnir

  • Ég er með heila sem greinir mynstur og finnur lausnir þar sem aðrir sjá óleysanlegar flækjur.

  • Ég hef lag að grípa ómótaðar hugmyndir og hjálpa þér að koma þeim niður á blað. 

  • Ég blanda saman sannreyndum aðferðum og nýsköpunarhugsun.

Við höfum alltaf gert þetta svona” er ekki rökstuðningur í mínum bókum

Mannlegar áherslur

  • Fyrirtæki eru samsett af fólki.

  • Viðskiptavinir eru fólk.

  • Tækni er ætlað að leysa mannleg vandamál
    (þótt hún búi stundum til fleiri vandamál sem við mannfólkið þurfum svo að leysa). 

Til að skilja vandamál í viðskiptalífinu þurfum við að skilja fólk. Og koma fram við það af virðingu.