12-vikna sprettur

Skriðþungi og samfella

Fyrir verkefnin sem þú veist að skipta máli en eru búin að liggja óhreyfð á todo listanum lengur en þú vilt viðurkenna.

Íslenskir stjórnendur og starfsfólk framkvæma hálfgerð kraftaverk á hverjum einasta degi.

Oftar en ekki erum við undirmönnuð og við þurfum að vera með miklu fleiri hatta en kollegar okkar í nágrannalöndunum. Þótt verkefnin séu jafn stór og flókin.

Sama hvað við hlaupum hratt, er alltaf eitthvað sem situr á hakanum.

  • Tækni sem við náum ekki velja eða innleiða.

  • Markaðsplön sem við náum ekki að búa til né framkvæma.

  • Þjónustukannanir sem við kunnum ekki almennilega að lesa úr -
    hvað þá nýta okkur upplýsingarnar til að bæta upplifun viðskiptavina.

Verkefnin sem er erfitt og/eða tímafrekt að skilgreina.

Árangursríkara samstarf - fyrir alla!

Ég trúi ekki á tímagjald, niðurnjörvaðar verkefnalýsingar eða skammtímaáhlaup fyrir djúpa vinnu.

Stefnumótun, markaðsmál, vöru- og ferlaþróun og breytingastjórnun er ekki eitthvað sem þú kaupir í pakka - one and done. Þetta er vinna sem tekur tíma og kallar yfirleitt á alls kyns greiningarvinnu, sveigjanleika og andrými til að melta.

Ég trúi heldur ekki á loðna retainer samninga þar sem þjónustufyrirtæki eru í áskrift að peningunum þínum.

12-vikna sprettur er nógu langur tími til þess að við getum náð alvöru skriðþunga í verkefnin án hlekkjanna sem fylgja langtíma skuldbindingu.

Hvernig virkar 12-vikna sprettur

  • 1. Fundur til að fara yfir stöðuna

    Þú talar - ég hlusta og spyr spurninga. Ég hef heyrt frá viðskiptavini að þessi upphafsfundur með mér sé eins og að fara í ákafan sálfræðitíma. Ég pota og ögra og ýti þér líklega dýpra en þér þykir þægilegt.


    Við þurfum að finna raunverulega vandamálið!

  • 2. Gróf verkáætlun og -tillaga

    Þótt við getum ekki sett hvert einasta smáatriði á blað (engin Gantt rit hér) skil ég að vinnan þarf að hafa einhverja stefnu og ramma. Þú þarft að skilja fyrir hvað þú ert að borga!

    Þess vegna sendi ég verkefnatillögu með grófri áætlun sem þú þarft að samþykkja

  • 3. Þú samþykkir verkefnatillöguna

    Þegar samþykki liggur fyrir klárum við að ganga frá öllum smáatriðunum. Viltu heilan eða hálfan dag. Hvaða dagar henta best? Viltu hafa mig á staðnum eða er betra að ég vinni þetta í fjarvinnu?

    Saman búum við til ramman í kringum vinnuna

  • 4. Samfella og skriðþungi

    Af því að ég við ákveðum saman fastan vinnutíma í hverri viku á 12-vikna tímabilinu er auðveldara að skipuleggja vinnuna. Ef ég þarf eiga fundi með hagaðilum eða ég er ekki að fá upplýsingar sem vantar, getum við brugðist við strax og bókað það sem við þurfum að bóka.

    Verkefnin stoppa ekki að óþörfum og allir eru upplýstir.

  • 5. Nýjar upplýsingar og breyttar forsendur

    Stundum er ég fljótari að klára eitthvað en ég gerði ráð fyrir. Og stundum eru verkefnin flóknari en þau sýndust í fyrstu. Af því að verkefnið er ekki niðurnjörvað getum við Pivotað, ef þess gerist þörf, eins og Ross með sófann.

    Samstarf - ekki verktaka eða ráðgjafapakki

  • 6. Lokafundur og endurgjöf

    Í lok tímabilsins tökum við retro-fund og skoðum hverju við náðum að áorka. Ef að það eru fleiri verkefni sem bíða og allir eru glaðir með samstarfið getum við rætt um annað 12 vikna tímabil. Eða við getum bara sagt þetta gott!

    Engin langtímaskuldbinding en mögulegt langtímasamband

Leiðir í boði: Heill eða hálfur dagur

Heill dagur í viku í 12 vikur

790.000 kr + vsk/mán

  • Ég tek frá fastan dag í hverri viku til að einfalda allt skipulag

  • Ég kem til þín eða vinn í fjarvinnu - þitt er valið

Hálfur dagur í viku í 12 vikur

395.000 kr + vsk/mán

  • Ég tek frá hálfan dag í hverri viku til að einfalda allt skipulag.

  • Ég vinn verkefnið í fjarvinnu

Tilbúin að ráðast á todo-listann?

Sendu á mig línu og bókum fyrsta fund (skref 1👆).

Algengar spurningar

  • Ef þú ert með nokkur atriði á skömmustulega verkefnalistanum þínum (ToDo list of Shame™️) 😄 röðum við þeim einfaldlega í forgangsröð og hefjumst handa.

    Ég sendi verkefnatillögu með forgangsröðununni sem við komumst að samkomulagi um og reyni að tímasetja hana gróflega. Það getur alltaf eitthvað óvænt komið upp sem riðlar svona áætlunum.

    Kannski náum við að klára öll litlu verkefnin. Kannski ekki.

    En við komum þér allavega aftur á hreyfingu!

  • Hugmyndin með sprettum er að við erum ekki að telja tíma.

    Hálfur dagur er sirka hálfur vinnudagur. Frá morgni til hádegis eða frá hádegi til lok dags. Heill dagur frá morgnin til lok dags.

    Flest verkefni sem henta í svona spretti er fókus vinna. Það þýðir að við þurfum að vera sveigjanleg til að fá sem mest út úr tímanum.

    Stundum þýðir það að ég borða á meðan ég vinn og tekk engin hlé. Þá hætti ég fyrr þann daginn. Ef ég er á staðnum gæti verið gott að ræða málin yfir hádegismat. Og þá klára ég vinnudaginn.

    Ef ég þarf að vinna aðeins lengur einn dag til þess að stoppa ekki flæðið - vinn ég bara aðeins minna næsta vinnudag.

    Þetta fyrirkomulag kallar á traust milli aðila. Ég ætla að treysta þér og vonandi treystirðu mér tilbaka.

  • Ég vil hámarka tímann sem fer í verkefnin.

    Ef ég þarf að keyra í morgunumferðinni bæinn þveran og endilangan fyrir hálfan dag er það léleg nýting á tíma.

    Auðvitað má gera undantekningar einstöku sinnum en fjarvinna er reglan.

  • Já, í annan 12-vikna sprett. Ég elska að fá að vera lengur með fyrirtækjum.

    En frelsið til að skipta um skoðun er mikilvægt. Fyrir mig en líka fyrir þig.