Canva og vörumerkið

Hressandi námskeið fyrir sjálfstætt starfandi

Boraðu þér inn í vitund fólks og gerðu þig heimakomna þar - með hjálp Canva

Letur, litir og samræmd framsetning efnis gerir það sama fyrir persónulega vörumerkið þitt og góð mynd gerir fyrir auglýsingu: hún grípur athygli, fær fólk til að staldra við og hjálpar framtíðarviðskiptavinum að muna eftir þér.

Einu sinni þurftirðu háskólapróf í Adobe pakkanum og rándýran startpakka hjá grafískum hönnuði til að búa til góða verkfærakistu fyrir vörumerkið þitt (brandkit).

Þótt grafískir hönnuðir séu snillingar, og eigi hverja krónu fyllilega skilið, er ekki endilega tímabært að fjárfesta í slíkri vinnu á meðan þú ert ennþá að móta vörumerkið þitt og máta það við markhópinn.

Þess vegna er Canva Pro besti vinur sjálfstætt starfandi.

Og við ætlum að læra að kreista hverja einustu krónu út úr áskriftinni þinni!

Hljómar þetta kunnuglega?

  • Þú ert alltaf að opna gamlar Canva-skrár bara til að finna litinn sem þú notaðir síðast.

  • Þú veist þú átt brand kit en manst aldrei hvar það er niðurkomið

  • Efnið þitt lítur mismunandi út eftir því hvaða dagur er eða hvernig stemningin er þann daginn 🤷‍♀️

Á námskeiðinu lærir þú:

  • að setja upp Brand Kit með litum, leturgerðum og lógói

  • leiðir til að halda samræmi í öllu efni þannig að það líti allt út fyrir að það komi frá sama vörumerki

  • að setja upp skipulag fyrir sniðmát og möppur sem spara þér tíma og pirring

Þú þarf ekki að kunna allt - bara að vilja gera þetta aðeins betur.

Fyrir hver er þetta Canva námskeið?

Námskeiðið er fyrir sjálfstætt starfandi og aðra áhugasama sem vilja segja skýra, eftirminnanlega og heilstæða sögu með vörumerkinu sínu.

Þú þarft ekki að vera allt á hreinu - námskeiði er sett upp þannig að það gagnist öllum sem hafa áhuga á að nýta sér Canva með markvissari hætti.

Námskeiðið miðast við að þú sért með Canva Pro en þú getur auðvitað tekið þátt með fría útgáfu.

(En þú munt örugglega vilja uppfæra í pro útgáfuna að því loknu 😄)

Um kennarann - sem er alls alls ekki grafískur hönnuður!

Ég hef aldrei lært grafíska hönnun (“já, ég veit” heyri ég GraHö samfélagið andvarpa í kór) en í öllu mínu frumkvöðlastússi hef ég séð um alla hönnun sjálf.

Af hverju?

Fyrst hafði ég ekki efni á því að ráða grafískan hönnuð og svo hafði ég ekki tíma til að finna rétta aðilann til að vinna með.

Ég kenndi sjálfri mér að nota Adobe pakkann á sínum tíma og var nokkuð lunkin í því þótt ég segi sjálf frá.

En síðustu ár hef ég alfarið skipt yfir í Canva. Það er svo fáránlega einfalt!

Ef þú vilt læra um hönnun, gullinsnið og litahjólið er ég alls ekki rétta konan í það. Þá þarf fagfólk (eins og t.d. systur mína eða mág) í verkið

En ef þú vilt læra að bjarga þér sjálf/ur/t og gera eins vel og þú getur án hjálpar - þá er ég svona um það bil búin að prófa allt. Að minnsta kosti tvisvar.

Allt sem þú þarft að vita

  • Tímasetning: Á vinnutíma í lok okt/byrjun nóv - tilkynnt fljótlega

  • Lengd: 2,5-3 klst

  • Staðsetning: Tilkynnt fljótlega

  • Innifalið: Kennsla, vonandi kaffi og sérhönnuð sniðmát til að taka með heim

  • Verð: 24.900 kr

Forskráðu þig og fáðu tilkynningu með staðfestri dagsetningu

Ég er á fullu að leita að hentugu húsnæði fyrir námskeiðið. Um leið og ég fæ dagsetninguna staðfesta, opna ég fyrir bókanir. Takmarkaður fjöldi í boði!