Hagnýtt námskeið fyrir alla

sem vinna með vörumerki – sitt eigið eða annarra.

Canva og vörumerkið þitt

Búðu til grípandi og eftirminnilegt efni – með hjálp Canva.

Einu sinni þurftir þú háskólapróf í Adobe-umhverfinu og rándýra startpakka hjá grafískum hönnuði ef þú vildir nota myndefni til að ná til viðskiptavina. Það kostaði ekki bara peninga heldur líka þolinmæði. Þú þurftir alltaf að hringja í vin, sama hversu lítið verkefnið var.

Með Canva geta snjallir frumkvöðlar, markaðssérfræðingar, vefverslunareigendur og tækniheftir millistjórnendur afgreitt sig sjálfir með grafískt efni. Og myndbönd. Og kynningar. Og meira að segja markpósta.

Allt innan hönnunarkerfis (brand kit) sem tryggir samræmi í vörumerkinu.

Þannig að myndefnið þitt segi alltaf rétta sögu.

Ertu alltaf að opna gamlar Canva-skrár bara til að finna litinn sem þú notaðir síðast? Er möppusvæðið þitt eins barnaherbergi eftir bekkjarafmæli - þar sem þú bauðst öllum bekknum? Hefurðu íhugað að nota reglustiku úr plasti á tölvuskjáinn af því að þú nærð ekki að miðjujafna textann á myndinni þinni?

Þetta er rétta námskeiðið fyrir þig ef:

  • Þú ert Canva byrjandi - en langar að læra meira

  • Þú hefur notað Canva í einhvern tíma en þig langar að komast á næsta stig.

  • Þú veist að samræmi í efni skiptir máli en þarft hjálp við að setja upp hönnunarkerfi (brand kit)

  • Þig langar að læra af öðrum í sömu stöðu á tungumáli sem þú skilur (engin flókin hönnunarhugtök hér)

Þú þarft alls ekki að kunna allt til að vera memm - til þess eru námskeið😊 Hópurinn er viljandi lítill svo ég get mætt öllum þátttakendum þar sem þeir eru.

Þú þarft bara tölvu, Canva aðgang og vilja til að læra.

Ummæli eftir síðastu námskeið ❤️

  • Takk fyrir mig og ég mæli 100% með námskeiðinu þínu 😊 ég lærði haug og bíð nú bara eftir að finna timann til að grúska og búa til eitthvað byltingarkennt 🤩

  • Þetta var mjög vel heppnað hjá þér - skemmtilegt og praktískt 💯 Mæli með!

  • Takk fyrir mig! Þetta var frábært námskeið og ég lærði fullt nýtt og fékk svo mikið pepp og inspiration!

  • Þetta var algjör snilld! Búin að nota canva í mörg ár en lærði helling - takk fyrir mig 👏

  • Sem klappstýra í sal votta ég fyrir gæði og innihald þessa námskeiðs! Fyrsta flokks.

Á námskeiðinu lærir þú:

👉 hvernig við segjum sögur með litum, letri og myndum

👉allt um grunnvirkni Canva og alls kyns power-move til að nota kerfið á áhrifaríkan og skilvirkan hátt.

👉að setja upp brand kit með litum og leturgerðum

👉að búa til brand template sem þú getur notað aftur og aftur

👉að nota réttar stærðir og uppsetningu fyrir rétta miðla

👉leiðir til að halda samræmi í öllu efni þannig að það líti út fyrir að koma frá sama vörumerki

Um leiðbeinandann
- sem er bara alls ekki grafískur hönnuður!

Hæhæ, Auður hér 👋

Markaðskona með MBA gráðu, raðfrumkvöðull (sem þarf endalaust af grafísku efni fyrir öll verkefnin sem hún er alltaf að starta), orða- og leturperri, ástríðukennari (en hamfarakokkur - you win some, you lose some) og Canva nörd.

Ég get ekki kennt þér hönnun en ég get kennt þér að nota Canva.
Í markaðs- og viðskiptalegum tilgangi.
Á mannlegan og áhrifaríkan hátt.

Allt sem þú þarft að vita

  • Hvenær: Kemur í ljós mjög fljótlega!

  • Hversu lengi: 2,5-3 klst

  • Hvar: Miðsvæðist í Reykjavík

  • Innifalið: Kennsla, kaffi og sniðmát til að taka með heim

  • Verð: 24.900 kr

Skráðu þig hér!


Ég er alveg að fara að tilkynna um fleiri dagsetningar!
Skráðu þig hér fyrir neðan og þú færð rjúkandi heitt skeyti í inboxið um leið og ég opna fyrir skráningar
Takk fyrir - ég læt þig vita næst þegar að þetta námskeið er í boði