Strategísk speglun

Sveigjanlegur stuðningur

Hvað er strategísk speglun?

Sko, ég er ekki mark -eða teymsiþjálfi. Þetta er ekki vinnustofa. Ekki sálfræðimeðferð. Og við getum varla kallað þetta klassíska stjórnendaráðgjöf.

Strategísk speglun er eitthvað annað.

Stundum þarftu að:

  • Fá endurgjöf á nýja vöru eða þjónustu áður en þú kynnir hana innanhúss

  • Spegla hugmyndir sem varða teymið án þess að búa til ótta eða óþarfa kvíða inna þess

  • Fá lánaða reynslu þegar að þekkingu vantar innan teymis eða fyrirtækis

  • Fá sjónarhorn án þess að skuldbinda þig í stórt ráðgjafaverkefni.

Það sem ég býð:

  • Öruggt rými í algjörum trúnaði þar sem þú getur talað þig í gegnum áskorarnir.

  • Endurgjöf án dómhörku eða hagsmuna sem tengjast fyrirtækinu

  • Breiðan reynslubanka úr atvinnulífinu og eigin rekstri ásamt brakandi ferskri vitneskju í boði Executive MBA gráðu

  • Forvitni, djúpar spurningar sem koma okkur hratt í kjarnann og ný sjónarhorn

Við ráðgjafar getum verið pínu óþolandi. Við viljum alltaf “taka fund” og “sérsníða lausnir”. Senda þér tilboð í vinnustofur og pakka sem kannski henta bara alls ekki.

Stundum þarftu bara praktíska aðstoð. Strax og ekkert vesen.

Akkúrat þess vegna býð upp á þessa nálgun.

  • 1. Þú bókar tíma

    Notaðu formið hér fyrir neðan til að bóka. Ég send þér bókunarhlekk um hæl.

  • 2. þú svarar nokkrum spurningum

    Þú færð spurningarnar upp í bókunarferlinu . Svörin hjálpa mér að undirbúa mig fyrir hittinginn

  • 3. Þú greiðir fyrir tímann fyrirfram

    Ég er einnar konu show og ég hef ekki efni á að eiga ógreidda útistanda reikninga um allan bæ.

  • 4. Við hittumst

    Þú stjórnar því hvar þú vilt hitta mig. Athugaðu að utan höfuðborgarsvæðisins ég býð eingöngu upp á fjarþjónustu.

  • 5. Þú ákveður hvort þú villji hitta mig aftur

    Það er engin skuldbinding falin í því að hitta mig. En ef að þér finnst ennþá eitthvað órætt geturðu alltaf bókað annan tíma.

Enginn samningur. Engin skuldbinding. Bara einfalt tímagjald:

25.990 kr + vsk

Við hittumst þar sem þér finnst það þægilegast. Á skrifstofunni þinni. Á kaffihúsi. Eða á gangandi fundi í Elliðaárdalnum.

Þú ræður.

Ef þú telur að þú þurfir meira en klukkutíma með mér er þér velkomið að bóka tvo samliggjandi tíma.

Vantar þig strategíska speglun?

Sendu á mig línu og ég sendi þér bókunarhlekk um hæl

Algengar spurningar

  • Já, auðvitað. Hafðu það samt í huga að ég er ekki að fara að útfæra eða framkvæma neitt fyrir þig.

    Ég get hlustað, komið með ráð og beint þér í réttar áttir en klukkutími er ekki nóg fyrir greiningarvinnu eða stefnumótun.

  • Þótt ég sé mörgum hæfileikum gædd hef ég t.d. ekkert sérstaklega djúpa reynslu af mannauðsmálum eða bókhaldi.

    Og alls konar öðrum mikilvægum störfum sem frábærlega færir sérfræðingar sinna.

    Það sem ég er góð í er stóra myndin og samhengi hlutanna. Að finna leiðir að markmiðum sem eru stærri en það sem við gerum í daglegum störfum. Að greina hvernig hlutirnir eru í dag og grafa upp hvernig við viljum sjá þá á morgun. Og eftir 10 ár.

    Strategíu, sem sagt, eða stefnumótun - sama hvort orðið þú notar.